Vilja ekki fólk í gámum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Húsnæðisskortur í Vík í Mýrdal er fylgifiskur aukins ferðamannafjölda. Sveitarstjórinn segir fjármagni ekki rétt skipt til uppbyggingar. vísir/Friðrik „Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira