Dorrit með tengsl við svissneska bankareikninga og önnur aflandsfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2016 18:46 Ólafur Ragnar og Dorrit. Vísir/EPA Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dorrit Moussiaeff forsetafrú tengist fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og á hlut í að minnsta kosti tveim aflandsfélögum. Ólafur Ragnar, sem ítrekað hefur neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum, segist enga vitneskju hafa haft um félögin. Fjallað er um málið á vef Reykjavík Media, The Guardian og Süddeutche Zeitung en umfjöllunin er byggð á skjölum sem uppljóstrarar létu í té í gagnalekum sem nefnast Swiss Leaks og Panama Papers.Sjá einnig: Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélagSamkvæmt upplýsingum sem koma frá breska bankanum HSBC átti Dorrit , ásamt fjölskyldu sinni, hlut í félaginu Jaywick Properties Inc sem skráð var á Bresku jómfrúareyjum, þekktu skattaskjóli. Þá kemur fram að hún hafi verið skáð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust og benda gögnin einnig til að Dorrit hafi átt að erfa hluta aflandseigna foreldra sinna eftir að 86 ára gömul móðir hennar félli frá. Samkvæmt gögnunum frá HSBC, sem eru frá árunum 2006 og 2007, kemur fram að fjölskylda Dorritar, hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss. Tekið er fram að svo virðist sem að Dorrit hafi sjálf ekki komið að reikningunum.Sjá einnig: Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminnÞá er einnig tekið fram að ekkert í gögnunum bendi til lögbrota af hálfu Dorritar. Ekki er ólöglegt að eiga aflandsfélög eða svissneska bankareikninga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ítrekað neitað því, í kjölfar umfangsmikils gagnaleka frá Mossack Fonseca, að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt.Í umfjöllun RME og The Guardian kemur fram að Dorrit hafi ekki viljað svara spurningum um hvort að hún tengdist þessum félögum í dag eða öðrum félögum fjölskyldunnar. Segir hún að viðskipti sín hefðu alltaf verið í samræmi við lög og að þau væru einkamál. Í svari Örnólfar Thorssonar forsetaritara við fyrirspurn fréttastofu 365 segir að Ólafur Ragnar hafi aldrei heyrt um þau atriði sem nefnd voru í fréttinni né hefði hann nú eða nokkru sinni haft vitneskju um fjárhagstengsl konu sinnar við foreldra sína eða aðra í fjölskyldunni. Þá hafði hann engar upplýsingar um áform foreldra hennar að þeim látnum. Hann vissi því ekkert um málið.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34