Faðir Lovísu Hrundar fékk fimm milljónir vegna tjóns síns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 23:46 Lovísa Hrund lést þegar ölvaður ökumaður ók framan á bifreið hennar. Hún var aðeins 17 ára. Vísir Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58