Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um erfiða stöðu háskólamenntaðra og hinnar svokölluðu Þúsaldar-kynslóðar en doktor í hagfræði segir hlutfall atvinnulausra einstaklinga með háskólamenntun hafa tvöfaldast á síðustu árum.

Í fréttunum verður einnig fjallað um flugvél EgyptAir sem steyptist í Miðjarðarhaf í nótt og nýja rannsókn Amnesty International sem sýnir að áttatíu prósent fólks vill taka á móti flóttafólki. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir þessar niðurstöðu Amnesty International ekki koma á óvart.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×