Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 12:10 Holland fékk tólf stig frá íslensku dómnefndinni sem var alls ekki sammála um besta lagið. Völdu meðlimir ýmist Holland, Svíþjóð, Spán, Króatíu eða Ástralíu. Vísir/Getty Dómnefnd Íslands var hreint ekki sammála um hvert væri besta lagið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Formaður dómnefndarinnar, Kristín Björg Þorsteinsdóttir setti framlag Svía í fyrsta sætið, Björgvin Ívar Baldursson setti Ástralíu í fyrsta sæti, Magnús Jón Kjartansson settir Spán í fyrsta sætið, Vera Hjördís Matsdóttir setti Króatíu í fyrsta sætið og setti Kristjana Stefánsdóttir Hollendinga í fyrsta sætið. Hægt er að sjá niðurstöðuna hér.Kristín Björg Þorsteinsdóttir, formaður dómnefndarinnar.Engin klíka „Það er ekki hægt að segja að við höfum myndað einhverja klíku í kringum eitthvað lag,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir í samtali við Vísi. Dómnefndin kom saman í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti síðastliðið föstudagskvöld þar sem hún fylgdist með dómararennsli fyrir úrslit Eurovision sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld.Fulltrúi sýslumanns viðstaddur Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík sat yfir dómnefndinni til að tryggja að allt færi fram eftir settum reglum og segir Kristín Björg að fulltrúinn hafi haft á orði að hver og einn meðlimur dómnefndarinnar hefði sannarlega farið eftir eigin sannfæringu, líkt og niðurstöðurnar gefa til kynna. Dómnefndin vinnur þannig að hún þarf að meta hvert einasta lag og setur þau í sæti, þannig að besta lagið að mati hvers meðlims er sett í fyrsta sætið en það lakasta í síðasta sætið. Samanlögð niðurstaða ræður síðan hvaða þjóð fær tólf stig frá íslensku dómnefndinni en niðurstaðan var svona:Holland 12 stigÁstralía 10 stigRússland 8 stigKróatía 7 stigSvíþjóð 6 stigTékkland 5 stigMalta 4 stigBelgía 3 stigFrakkland 2 stigAusturríki 1 stigJamala fagnar hér sigri.Vísir/GettyÚkraína fékk ekkert stig Athygli vekur að sigurlagið 1944, sem söngkonan Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fékk ekkert stig frá dómnefndinni en það fékk heldur ekkert stig úr símakosningu Íslendinga. Af meðlimum dómnefndarinnar var Magnús Kjartansson hvað hrifnastur af framlagi Úkraínu, setti það í sjöunda sæti, Kristín Björg setti það í ellefta sæti, Björgvin Ívar og Vera Matsdóttir settu það í tuttugasta sæti en Kristjana Stefánsdóttir setti það í 21. sæti. Samanlagt var það í 15. sæti hjá dómnefndinni, fimm sætum frá því að fá eitt stig. Sigur Úkraínu kom því Kristínu Björg á óvart. „Þetta var ekki það sem ég bjóst við, alls ekki.“ Mikil spenna var í kringum framlag Úkraínu. Lagið 1944 fjallar Tatara sem sovéskir hermenn fluttu nauðungarflutningum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar á síðustu öld. Jamala tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru í hópi þeirra sem fluttir voru af Krímskaga. Söngkonan góð en lagið náði henni ekki Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni í ljósi vegna þess að þeir töldu það innihalda pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision. Svo fór að laginu var leyft að keppa og gáfu forsvarsmenn keppninnar þær útskýringar að texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum og var því ekki um pólitískan boðskap að ræða að þeirra mati. Rússar voru því augljóslega ekki sáttir en augljóst er að atriði Jamölu beindi sjónum að átökum á Krímskaga undanfarin ár. Kristín Björg segir þessa spennu í kringum lagið ekki hafa haft áhrif á sig. „Ég var ekkert voðalega hrifin af þessu lagi. Mér fannst söngkonan mjög góð en lagið náði mér ekki.“Pólski flytjandinn Michal Szpak sem flutti lagið Color Of Your Life.Vísir/GettySkiptar skoðanir um pólska lagið Niðurstaða pólska framlagsins vakti mikla athygli. Eftir að niðurstöður dómnefnda höfðu verið kynntar var Póllandi aðeins með sjö stig. Lagið fékk hins vegar 222 stig úr símakosningu áhorfenda og skaust þannig upp í áttunda sæti. Íslenskir áhorfendur gáfu laginu 10 stig en það fékk ekkert frá íslensku dómnefndinni. Það voru þó skipta skoðanir um það innan íslensku dómnefndarinnar. Í heildina hafnaði lagið í 12. sæti, tveimur sætum frá því að fá 1 stig, en Kristín Björg setti það í fjórða sæti, Kristjana Stefánsdóttir setti það í 6. Sæti, Björgvin Ívar setti það í 23 sæti, Magnús Kjartansson setti það í 20. sæti og setti Vera Matsdóttir það í 16. sæti. „Mér fannst þetta pólska lag afskaplega gott,“ segir Kristín. Pólverjar virðast ekki kjósa blint með sínu landiFréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur rýnt í niðurstöður tengdar pólska framlaginu en þar er reynt að finna út hvort samhengi sé á milli þess hvort pólskir innflytjendur í öðrum löndum Evrópu hafi greitt pólska atriðinu atkvæði. Vitnar BBC í tölur frá pólskum yfirvöldum þar sem kemur fram að þau tíu Evrópulönd sem eru með flesta pólska innflytjendur séu Þýskaland, Bretland, Austurríki, Frakkland, Ítalía, Svíþjóð, Holland, Írland, Belgía og Spánn. Frá öllum þessum löndum nema tveimur, Frakklandi og Spáni, fékk Pólland annað hvort 10 eða 12 stig úr símakosningu áhorfenda. Að meðaltali fékk Póllandi 9,6 stig frá þessum löndum á meðan hinar þjóðirnar í keppninni, 31 talsins, greiddu Póllandi aðeins fjögur stig að jafnaði. BBC nefnir að Pólland hafi fengið 10 stig úr íslensku símakosningunni en BBC nefnir að Pólverjar séu stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi. BBC tekur hins vegar fram að ef að Pólverjar sem búa á víð og dreif um Evrópu hafi greitt atkvæði með pólska laginu í ár þá geri þeir það ekki í blindni. Í fyrra gekk Póllandi ekki vel í Eurovision, fékk aðeins tíu stig og hafnaði í 23. sæti. Lentu ekki í sömu vandræðum og danski dómarinn Kristín Björg er annars á því að keppnin í ár hafi verið hin glæsilegasta. „Ótrúlega flott og alveg svakalega flott keppni. Þetta var rosalega flott og gekk svakalega vel,“ segir Kristín Björg en aðspurð segir hún íslensku dómnefndina ekki hafa lent í sömu vandræðum og danski dómnefndarmeðlimurinn sem misskildi stigagjöfina í ár eins og sjá má hér. Sjá einnig: Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Eurovision Tengdar fréttir Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Sjá meira
Dómnefnd Íslands var hreint ekki sammála um hvert væri besta lagið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Formaður dómnefndarinnar, Kristín Björg Þorsteinsdóttir setti framlag Svía í fyrsta sætið, Björgvin Ívar Baldursson setti Ástralíu í fyrsta sæti, Magnús Jón Kjartansson settir Spán í fyrsta sætið, Vera Hjördís Matsdóttir setti Króatíu í fyrsta sætið og setti Kristjana Stefánsdóttir Hollendinga í fyrsta sætið. Hægt er að sjá niðurstöðuna hér.Kristín Björg Þorsteinsdóttir, formaður dómnefndarinnar.Engin klíka „Það er ekki hægt að segja að við höfum myndað einhverja klíku í kringum eitthvað lag,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir í samtali við Vísi. Dómnefndin kom saman í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti síðastliðið föstudagskvöld þar sem hún fylgdist með dómararennsli fyrir úrslit Eurovision sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld.Fulltrúi sýslumanns viðstaddur Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík sat yfir dómnefndinni til að tryggja að allt færi fram eftir settum reglum og segir Kristín Björg að fulltrúinn hafi haft á orði að hver og einn meðlimur dómnefndarinnar hefði sannarlega farið eftir eigin sannfæringu, líkt og niðurstöðurnar gefa til kynna. Dómnefndin vinnur þannig að hún þarf að meta hvert einasta lag og setur þau í sæti, þannig að besta lagið að mati hvers meðlims er sett í fyrsta sætið en það lakasta í síðasta sætið. Samanlögð niðurstaða ræður síðan hvaða þjóð fær tólf stig frá íslensku dómnefndinni en niðurstaðan var svona:Holland 12 stigÁstralía 10 stigRússland 8 stigKróatía 7 stigSvíþjóð 6 stigTékkland 5 stigMalta 4 stigBelgía 3 stigFrakkland 2 stigAusturríki 1 stigJamala fagnar hér sigri.Vísir/GettyÚkraína fékk ekkert stig Athygli vekur að sigurlagið 1944, sem söngkonan Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fékk ekkert stig frá dómnefndinni en það fékk heldur ekkert stig úr símakosningu Íslendinga. Af meðlimum dómnefndarinnar var Magnús Kjartansson hvað hrifnastur af framlagi Úkraínu, setti það í sjöunda sæti, Kristín Björg setti það í ellefta sæti, Björgvin Ívar og Vera Matsdóttir settu það í tuttugasta sæti en Kristjana Stefánsdóttir setti það í 21. sæti. Samanlagt var það í 15. sæti hjá dómnefndinni, fimm sætum frá því að fá eitt stig. Sigur Úkraínu kom því Kristínu Björg á óvart. „Þetta var ekki það sem ég bjóst við, alls ekki.“ Mikil spenna var í kringum framlag Úkraínu. Lagið 1944 fjallar Tatara sem sovéskir hermenn fluttu nauðungarflutningum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar á síðustu öld. Jamala tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru í hópi þeirra sem fluttir voru af Krímskaga. Söngkonan góð en lagið náði henni ekki Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni í ljósi vegna þess að þeir töldu það innihalda pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision. Svo fór að laginu var leyft að keppa og gáfu forsvarsmenn keppninnar þær útskýringar að texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum og var því ekki um pólitískan boðskap að ræða að þeirra mati. Rússar voru því augljóslega ekki sáttir en augljóst er að atriði Jamölu beindi sjónum að átökum á Krímskaga undanfarin ár. Kristín Björg segir þessa spennu í kringum lagið ekki hafa haft áhrif á sig. „Ég var ekkert voðalega hrifin af þessu lagi. Mér fannst söngkonan mjög góð en lagið náði mér ekki.“Pólski flytjandinn Michal Szpak sem flutti lagið Color Of Your Life.Vísir/GettySkiptar skoðanir um pólska lagið Niðurstaða pólska framlagsins vakti mikla athygli. Eftir að niðurstöður dómnefnda höfðu verið kynntar var Póllandi aðeins með sjö stig. Lagið fékk hins vegar 222 stig úr símakosningu áhorfenda og skaust þannig upp í áttunda sæti. Íslenskir áhorfendur gáfu laginu 10 stig en það fékk ekkert frá íslensku dómnefndinni. Það voru þó skipta skoðanir um það innan íslensku dómnefndarinnar. Í heildina hafnaði lagið í 12. sæti, tveimur sætum frá því að fá 1 stig, en Kristín Björg setti það í fjórða sæti, Kristjana Stefánsdóttir setti það í 6. Sæti, Björgvin Ívar setti það í 23 sæti, Magnús Kjartansson setti það í 20. sæti og setti Vera Matsdóttir það í 16. sæti. „Mér fannst þetta pólska lag afskaplega gott,“ segir Kristín. Pólverjar virðast ekki kjósa blint með sínu landiFréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur rýnt í niðurstöður tengdar pólska framlaginu en þar er reynt að finna út hvort samhengi sé á milli þess hvort pólskir innflytjendur í öðrum löndum Evrópu hafi greitt pólska atriðinu atkvæði. Vitnar BBC í tölur frá pólskum yfirvöldum þar sem kemur fram að þau tíu Evrópulönd sem eru með flesta pólska innflytjendur séu Þýskaland, Bretland, Austurríki, Frakkland, Ítalía, Svíþjóð, Holland, Írland, Belgía og Spánn. Frá öllum þessum löndum nema tveimur, Frakklandi og Spáni, fékk Pólland annað hvort 10 eða 12 stig úr símakosningu áhorfenda. Að meðaltali fékk Póllandi 9,6 stig frá þessum löndum á meðan hinar þjóðirnar í keppninni, 31 talsins, greiddu Póllandi aðeins fjögur stig að jafnaði. BBC nefnir að Pólland hafi fengið 10 stig úr íslensku símakosningunni en BBC nefnir að Pólverjar séu stærsti innflytjendahópurinn á Íslandi. BBC tekur hins vegar fram að ef að Pólverjar sem búa á víð og dreif um Evrópu hafi greitt atkvæði með pólska laginu í ár þá geri þeir það ekki í blindni. Í fyrra gekk Póllandi ekki vel í Eurovision, fékk aðeins tíu stig og hafnaði í 23. sæti. Lentu ekki í sömu vandræðum og danski dómarinn Kristín Björg er annars á því að keppnin í ár hafi verið hin glæsilegasta. „Ótrúlega flott og alveg svakalega flott keppni. Þetta var rosalega flott og gekk svakalega vel,“ segir Kristín Björg en aðspurð segir hún íslensku dómnefndina ekki hafa lent í sömu vandræðum og danski dómnefndarmeðlimurinn sem misskildi stigagjöfina í ár eins og sjá má hér. Sjá einnig: Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið
Eurovision Tengdar fréttir Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Sjá meira
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46