Viltu koma í félag? Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2016 07:00 Ég geri mér grein fyrir að í þessum pistli hljóma ég eins og þriggja ára barn sem vill ekki deila dótinu sínu. Og svo er ég með sterk afdalabóndagen. Að því sögðu langar mig að ræða aðeins þann möguleika að við sem búum á þessu stórskrýtna skeri stofnum leynifélag. Ég er að tala um eldri og nýrri og alls konar eyjarskeggja sem eiga það sameiginlegt að kaupa dýrar kjúklingabringur og berjast við norðanáttina alla daga ársins. Búist er við einni og hálfri milljón ferðamanna til landsins í ár og ég held að allur fjöldinn hafi verið samankominn í miðbænum um helgina. Mér leið allavega þannig. Ég hef eins og aðrir fagnað fjölgun ferðamanna með dollaramerki í augum og fjölbreytileika í hjarta. Trúað því að lundagróði muni lækka matarverð og hækka barnabæturnar. Notið þess að sjá fleiri andlit á götunum. En nú langar mig skyndilega að taka Vesturbæjarlaug af Google, opna veitingastaði í myrkum kjöllurum og leynibari með aðgangskóðum. Væri það ekki stemning? Þeir öfgafullu í leynifélaginu (alltaf nokkrir þannig) gætu falsað skilti og náð ítökum í rútufyrirtækjum svo Gullni hringurinn verði Leynihringurinn. Gullfoss myndi endurheimta reisn, Geysir fengi að sofa og bílastæðavörðurinn á Þingvöllum fengi frí. Það væri líka fínt að fela Seljavallalaug áður en hún slær heimsmet fyrir að vera stærsta sýklabúr heims. Svo er pæling að leynifélagið færi saman í sumardvala. Við gætum friðað smábæ og tekið af GPS. Kópasker til dæmis. Hver er með?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Ég geri mér grein fyrir að í þessum pistli hljóma ég eins og þriggja ára barn sem vill ekki deila dótinu sínu. Og svo er ég með sterk afdalabóndagen. Að því sögðu langar mig að ræða aðeins þann möguleika að við sem búum á þessu stórskrýtna skeri stofnum leynifélag. Ég er að tala um eldri og nýrri og alls konar eyjarskeggja sem eiga það sameiginlegt að kaupa dýrar kjúklingabringur og berjast við norðanáttina alla daga ársins. Búist er við einni og hálfri milljón ferðamanna til landsins í ár og ég held að allur fjöldinn hafi verið samankominn í miðbænum um helgina. Mér leið allavega þannig. Ég hef eins og aðrir fagnað fjölgun ferðamanna með dollaramerki í augum og fjölbreytileika í hjarta. Trúað því að lundagróði muni lækka matarverð og hækka barnabæturnar. Notið þess að sjá fleiri andlit á götunum. En nú langar mig skyndilega að taka Vesturbæjarlaug af Google, opna veitingastaði í myrkum kjöllurum og leynibari með aðgangskóðum. Væri það ekki stemning? Þeir öfgafullu í leynifélaginu (alltaf nokkrir þannig) gætu falsað skilti og náð ítökum í rútufyrirtækjum svo Gullni hringurinn verði Leynihringurinn. Gullfoss myndi endurheimta reisn, Geysir fengi að sofa og bílastæðavörðurinn á Þingvöllum fengi frí. Það væri líka fínt að fela Seljavallalaug áður en hún slær heimsmet fyrir að vera stærsta sýklabúr heims. Svo er pæling að leynifélagið færi saman í sumardvala. Við gætum friðað smábæ og tekið af GPS. Kópasker til dæmis. Hver er með?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun