Leiðrétting á rangfærslum Jóhannes Stefánsson skrifar 13. maí 2016 00:00 Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok árs 2014 lét LÍN framkvæma óháða úttekt á því hvað kostaði fyrir nemendur að framfleyta sér í öllum löndum þar sem íslenskir námsmenn tóku lán hjá sjóðnum, til þess að kanna hvort framfærslulán nægðu fyrir framfærsluþörf. Í ljós kom að í sumum löndum voru íslenskir námsmenn erlendis með margföld framfærslulán miðað við framfærslu í þeim ríkjum sem þeir stunduðu nám. Á sama tíma þurftu stúdentar við nám á Íslandi, sem er langstærsti hópur lántakenda, að sætta sig við skerta framfærslu. Þetta ber að skoða í því samhengi að framfærslulán LÍN eru að helmingshluta styrkur, og sjóðurinn er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður.Nemar fá lánað í erlendri mynt Skýringar þessa misræmis má meðal annars rekja til þess að í upphafi síðasta kjörtímabils ákvað þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra að hækka framfærslulán til námsmanna á Íslandi um 20%, til þess að mæta hárri verðbólgu og atvinnuleysi. Þetta var að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg ákvörðun. Sambærileg hækkun á framfærslulánum var aftur á móti einnig látin taka til þeirra sem voru við nám erlendis þó að verðbólga hafi víða verið hverfandi, þannig að mismunur á framfærslu heima og erlendis varð enn meiri en áður. Afleiðing þessa, auk annarra aðgerða þáverandi ríkisstjórnar, veikti stöðu lánasjóðsins, enda lánaði hann 500 milljónir umfram framfærsluþörf á hverju ári. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðustu viku skýrði Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, hvers vegna þetta var gert: „Ég vil aðeins minna hæstvirtan mennta- og menningarmálaráðherra á það hve veik krónan var. Hún féll, manstu, haustið 2008 og það hafði áhrif á kjör námsmanna erlendis.“ Þessi fullyrðing er röng. Framfærslulán til nema erlendis eru í erlendri mynt. Breytingar á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafa því engin áhrif á það hvort nemendur geti framfleytt sér með framfærslulánum í erlendri mynt, og því stenst fullyrðingin ekki sem rök fyrir hækkun erlendra framfærslulána.Mikilvægt að byggja á réttum upplýsingum Með úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár sem stjórn LÍN samþykkti með sjö atkvæðum af átta, var ákveðið að reyna að halda áfram að leiðrétta misræmið á milli framfærslulána eftir námslandi. Þess vegna voru framfærslulánin hér heima hækkuð og erlendis voru þau færð í átt að framfærsluviðmiðinu, hvort sem var til hækkunar eða lækkunar. Þessu mótmælti Oddný, bæði í áðurnefndri ræðu á Alþingi en einnig í grein í Fréttablaðinu. Í greininni kom fram að markvisst væri unnið að því að fækka nemendum erlendis. Þessu til stuðnings var vitnað í ársskýrslu LÍN frá 2014 og fullyrt að nemendum erlendis hefði fækkað. Þetta er einnig rangt. Í ársskýrslu LÍN kemur fram að lánþegum hjá sjóðnum hafi fækkað á Norðurlöndunum, en fjölgað víðast annars staðar. Í skýrslunni segir beinlínis að „námsmönnum erlendis hafi frekar fjölgað en fækkað sl. fimm ár.“ Fullyrðingin fær því ekki staðist miðað við það sem kemur fram í tilvitnaðri ársskýrslu LÍN.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun