Keflvíkingar fá tugi milljóna fyrir söluna á Arnóri Ingva Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2016 16:30 Keflavík fær milljónir í sinn hlut fyrir að ala upp Arnór Ingva og semja vel. mynd/norrköping Eins og kom fram fyrr í dag er sænska meistaraliðið IFK Norrköping búið að selja íslenska landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason til Rapid Vín í Austurríki. Arnór Ingvi var keyptur fyrir metfé, en samkvæmt heimildum Vísis borgaði austurríska félagið tvær milljónir evra fyrir leikmanninn eða 280 milljónir íslenskra króna. Þegar Keflavík seldi Arnór Ingva til Norrköping 2014 var klásúla í kaupsamningnum um að Keflavík fengi prósentu af næstu sölu, samkvæmt heimildum. Samkvæmt heimildum Vísis fær Keflavík 40 milljónir króna í sinn hlut strax. Með árangurstengdum greiðslum verður kaupverðið á endanum 2,3 milljónir evra eða 323 milljónir íslenskra króna. Keflavík fær því tæplega 50 milljónir króna í sinn hlut þegar allar greiðslur verða klárar, samkvæmt heimildum Vísis, en má því geta sér til um að Keflavík hafi samið um 15 prósent af næstu sölu samkvæmt tiltölulega einfaldri stærðfræði. Milljónirnar hætta ekki að streyma inn þarna hjá Keflavík heldur fær félagið einnig um níu milljónir króna í uppeldisbætur þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá félaginu frá 16 ára aldurs og þar til hann fór þegar hann var tvítugur. Keflavík á 2,75 prósent í uppeldisbótunum (sem eru 5 prósent í heildina) en Njarðvík á 0,75 prósent og fær um 2,5 milljónir í sinn hlut. Norrköping á 1,5 prósent í uppeldisbótunum þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá sænska félaginu frá 21-23 ára. Svíarnir fá um fimm milljónir í sinn hlut. Í heildina fær Keflavík vel ríflega 50 milljónir króna fyrir söluna á Arnóri frá Norrköping til Rapid Vín þegar allt er talið saman. Fínasta búbót það á erfiðum tímum en Suðurnesjaliðið féll niður í 1. deildina síðasta sumar. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnór Ingvi dýrasti leikmaðurinn í sögu Rapid Vín Landsliðsmaðurinn yfirgefur Svíþjóðarmeistara Norrköping og spilar næsta tímabil í Austurríki. 12. maí 2016 15:57 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag er sænska meistaraliðið IFK Norrköping búið að selja íslenska landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason til Rapid Vín í Austurríki. Arnór Ingvi var keyptur fyrir metfé, en samkvæmt heimildum Vísis borgaði austurríska félagið tvær milljónir evra fyrir leikmanninn eða 280 milljónir íslenskra króna. Þegar Keflavík seldi Arnór Ingva til Norrköping 2014 var klásúla í kaupsamningnum um að Keflavík fengi prósentu af næstu sölu, samkvæmt heimildum. Samkvæmt heimildum Vísis fær Keflavík 40 milljónir króna í sinn hlut strax. Með árangurstengdum greiðslum verður kaupverðið á endanum 2,3 milljónir evra eða 323 milljónir íslenskra króna. Keflavík fær því tæplega 50 milljónir króna í sinn hlut þegar allar greiðslur verða klárar, samkvæmt heimildum Vísis, en má því geta sér til um að Keflavík hafi samið um 15 prósent af næstu sölu samkvæmt tiltölulega einfaldri stærðfræði. Milljónirnar hætta ekki að streyma inn þarna hjá Keflavík heldur fær félagið einnig um níu milljónir króna í uppeldisbætur þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá félaginu frá 16 ára aldurs og þar til hann fór þegar hann var tvítugur. Keflavík á 2,75 prósent í uppeldisbótunum (sem eru 5 prósent í heildina) en Njarðvík á 0,75 prósent og fær um 2,5 milljónir í sinn hlut. Norrköping á 1,5 prósent í uppeldisbótunum þar sem Arnór Ingvi var á mála hjá sænska félaginu frá 21-23 ára. Svíarnir fá um fimm milljónir í sinn hlut. Í heildina fær Keflavík vel ríflega 50 milljónir króna fyrir söluna á Arnóri frá Norrköping til Rapid Vín þegar allt er talið saman. Fínasta búbót það á erfiðum tímum en Suðurnesjaliðið féll niður í 1. deildina síðasta sumar.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnór Ingvi dýrasti leikmaðurinn í sögu Rapid Vín Landsliðsmaðurinn yfirgefur Svíþjóðarmeistara Norrköping og spilar næsta tímabil í Austurríki. 12. maí 2016 15:57 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Arnór Ingvi dýrasti leikmaðurinn í sögu Rapid Vín Landsliðsmaðurinn yfirgefur Svíþjóðarmeistara Norrköping og spilar næsta tímabil í Austurríki. 12. maí 2016 15:57