Stjórn KKÍ mun ákveða fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 08:15 Körfuboltinn er að missa Helga Má Magnússon úr deildinni og hann er ekki eini íslenski leikmaðurinn sem er á förum. Vísir/Andri Marinó Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn