Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 11:42 Stuðningsmenn Íslands munu fagna gullverðlaunum í sumar ef marka má spá Kevin Keegan. Vísir/Vilhelm Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
Kevin Keegan fékk allan salinn í Silfurbergi í Hörpu í morgun til að skella upp úr þegar hann benti á að hann væri líklega alltof vel klæddur fyrir tilefnið. Keegan er á meðal sérfræðinga á ráðstefnunni Business and Football og sat við hlið Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem klæddist íslenskri landsliðstreyju. Keegan heillaði fólk upp úr skónum og þegar Halla sýndi honum að hún væri með nafn aftan á treyju sinni minnti Keegan á að hann hefði spilað fótbolta á þeim tíma þegar leikmenn þurftu ekki nafnið sitt aftan á treyjuna. „Við vissum hverjir við vorum,“ sagði Keegan og salurinn skellti upp úr. Þá ræddi Keegan um leiðtogahæfni og sagði að á tíma sínum hjá Liverpool hefðu leikmenn ekki lært fótbolta. Þeir hefðu lært á lífið. „Ef einhver henti treyju á gólfið sagði einhver þér að taka hana upp, annars þarf Betty að gera það,“ sagði Keegan. Skilaboðin væru skýr. Ef þú ætlar þér eitthvað í lífinu þá skaltu gera það almennilega. Keegan spilaði á ferli sínum meðal annars með Hamburg í Þýskalandi, Liverpool, Southampton og Englandi. Þeim liðum sem vel gekk áttu eitt sameiginlegt. Það voru ekki einn eða tveir leiðtogar í liðinu heldur fjórir eða fimm. Góður leiðtogi segi fólki ekki að gera eitthvað heldur sýni því. „Í fótboltanum þurfa leiðtogarnir að hætta í kringum 33 eða 34 ára aldurinn,“ sagði Keegan. Hjá frábærum félögum stígi upp nýir leiðtogar. Nú séu kaflaskil hjá Chelsea og John Terry. Hvað gerist þá? Það verði spennandi að sjá. Keegan sagðist í framhaldinu vera viss um að Ísland myndi vinna EM í Frakklandi í sumar. Vísaði hann til ævintýris Dana árið 1992 og Grikkja 2004. Tólf ár hefðu liðið á milli og aftur væru liðin tólf ár. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45