Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2016 10:40 Magnús Ingberg Jónsson frá Svínavatni. Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira