Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2016 10:40 Magnús Ingberg Jónsson frá Svínavatni. Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson hefur gefið kost á sér til forseta Íslands. Magnús Ingberg er 46 ára frá Svínavatni en hann mun sem forseti leggja áherslu á að landið verði ekki stjórnlaust vegna pólitískra átaka, sem ganga að hans sögn út á að rífast innbyrðis um sérhagsmuni og frama, í stað samvinnu að bættum hag Íslendinga. Hann vill afnema verðtrygginguna og vill að þjóðin fái að ákveða það í næstu alþingiskosningum, ef þingið sjálft er ekki fært um það. Hann vill að húsnæðislán verði einungis með veð í eigninni og þá í prósentum, og setur mörkin á að veðsetningin verði aldrei meiri en 80 prósent. Hann er andvígur inngöngu í ESB, en segist ætla að virða skoðun þjóðarinnar þó hún verði ekki sú sama og hans. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum. Hann segir einnig mikilvægt að bæta heilbrigðisþjónustu úti á landi og vill standa vörð um sjúkraflugið og bættar samgöngur. Magnús Ingberg er kvæntur Silju Dröfn Sæmundsdóttur og eiga þau saman fimm börn. Í tilkynningu til fjölmiðla vekur hann athygli á að undirskriftalistar liggja frammi í Sjafnarblómi á Selfossi, versluninni Borg í Grímsnesi, Bjarnabúð Reykholti, Samkaupum á Flúðum, versluninni Vegamót við Landvegamót, Bíliðjunni Þorlákshöfn og á heimili hans við Spóarima 14 á Selfossi. „Mig vantar meðmælendur og fresturinn er að renna út. Ekki hika ef þú vilt ábyrgan forseta. Ef þú vilt aðstoða mig við að safna meðmælendum, þá er síminn hjá mér: 899-9670,“ segir í tilkynningunni frá Magnúsi Ingberg til fjölmiðla.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira