Ítalía vann Skotland með einu marki gegn engu, en um vináttulandsleik var að ræða. Framherji Southampton skoraði eina mark leiksins.
Leikurinn fór fram á Möltu, en Southampton framherjinn, Graziano Pelle, skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu eftir laglegt spil.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0 sigur Ítalíu sem er í riðli með með Norður-Írlandi, Belgíu og Svíþjóð á EM í sumar.
Þeir eiga eftir að spila einn leik fyrir Evrópumótið, en þeir mæta Finnlandi í æfingarleik sjötta júní.
Pelle hetja Ítala gegn Skotum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti

Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti


Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti
