Aðeins um sameiningartákn Logi Bergmann Eiðsson skrifar 28. maí 2016 11:22 Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Logi Bergmann Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Aths. Ég er ekki með forsetakosningar á heilanum og til að gæta hlutleysis verða frambjóðendur ekki nafngreindir. Ég fór í sund um daginn og hitti þar kunningja minn. Við þekkjumst alveg ágætlega en eigum kannski frekar fátt sameiginlegt. En hann er mjög skemmtilegur og ég er eiginlega alveg viss um að honum finnist ég mjög fínn gaur. Þannig að við fórum að ræða um hluti sem skipta engu máli. Eins og forsetakjörið. Og þá fór minn maður í gang. Hann sagði að hann væri eins og rasisti. Hann liti í raun ekki á fólkið sem ætlaði að kjósa D sem hluta af sinni þjóð. Það væri svo fáránleg hugmynd að það tæki ekki tali. Ég leyfði honum að tala (hann er mælskur og með frekar fallega rödd) og hann gat bara ekki hætt. Miðað við mann sem átti ekki orð yfir þennan frambjóðanda, þá notaði hann rosalega mörg orð. Og flest ekkert sérstaklega falleg. Frambjóðandi A var hins vegar (að hans mati) algjörlega sjúklega meiriháttar. Hann væri allra manna líklegastur til að koma öllu hér á réttan kjöl og gera alla glaða og hamingjusama. Svo hitti ég annan, sem ég þekki ágætlega og veit að er alveg í lagi, sem sagði að frambjóðandi D væri eini maðurinn með viti og sá eini sem kynni þetta, svona eins og við værum að ræða um að fá múrara til að skella upp tröppum. Og hann bætti við að frambjóðandi G væri stórhættulegur. Hann vildi jafnvel ganga í Evrópusambandið. Og það væri svakalegt. Nú á ég ennþá eftir að skila BA-ritgerðinni minni í stjórnmálafræði. En hvernig ætli þetta gangi fyrir sig: G: Já, hæ! Er þetta hjá Evrópusambandinu? E: Já. G: Ég var að hugsa um að ganga í sambandið? E: Einmitt. Og einhverjir fleiri með þér? G: Já. Allir á Íslandi. E: Ok … Geturðu hinkrað smástund? Ég ætla að athuga hvort það er laust ... Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum.Að sameina þjóðina Við erum ekki að velja mann með ofurkrafta. (Reyndar er ég nokkuð viss um að einn frambjóðandi (Á) getur fært hluti með þessu augnaráði.) Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn? Forsetar eru ekki sameiningartákn. Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow. Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.Veljum okkur vin Sjálfur ætla ég að mæta á kjörstað. Það er alltaf ákveðin stemning sem fylgir því. Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við. En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera. Ef við erum ekki með ákveðnar skoðanir á þessu, þá held ég að við ættum að hugsa þannig um forsetann; sem félaga sem gæti verið gaman að hanga með. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér?
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun