Körfubolti

Jón Arnór og félagar komnir í 1-0 á móti Unicaja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leik með landsliðinu á Eurobasket.
Jón Arnór Stefánsson í leik með landsliðinu á Eurobasket. Vísir/Getty
Valencia Basket byrjaði vel í úrslitakeppninni um spænska meistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Valencia vann þá fjögurra stiga sigur á Unicaja 79-75.

Valencia Basket er þar með komið í 1-0 og þarf bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Leikurinn í kvöld fór fram í  Pabellón Fuente San Luis, heimavöll Valencia.

Jón Arnór Stefánsson spilaði 15 mínútur í leiknum og var með 3 stig, 1 frákast og 1 stolinn boltann. Hann hitti úr 1 af 2 þriggja stiga skotum sínum.

Valencia Basket var 25-21 undir eftir fyrsta leikhlutann og var tveimur stigum undir í hálfleik, 37-35. Jón Arnór setti niður þriggja stiga skot á 14. mínútu og minnkaði þá muninn í 29-28.

Valencia átti frábæran þriðja leikhluta sem liðið vann 21-12. Valencia náði sex stiga forystu í lokaleikhlutanum en Unicaja kom til baka og var komið yfir þegar lítið var eftir.

Valencia-liðið var hinsvegar sterkara liðið í lokin og tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu tvær mínútunar 7-3.

Bandaríkjamaðurinn John Shurna var atkvæðamestur í liði með 16 stig en þeir Fernando San Emeterio og Rafa Martínez skoruðu báðir 13 stig og Justin Hamilton var með 10 stig.

Skotbakvörðurinn Nemanja Nedović skoraði 22 stig í leiknum fyrir Unicaja og Stefan Marković var með 13 stig en þeir koma báðir frá Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×