„Herferðin fagnar sjálfstæðri hugsun og þeim krafti sem felst í því að geta hugsað út fyrir boxið. Það er margt sameiginlegt með Zlatan og þeirri vegferð sem Volvo er á. Við hefðum ekki náð þangað sem við erum komin hefðum við gert það sama og allir aðrir“, segir Anders Gustafsson, yfirmaður hjá Volvo Cars. Þetta er í annað skiptið sem Volvo og Zlatan vinna saman en síðasta samstarf var árið 2014 þegar Zlatan kynnti Volvo XC60 lúxusjeppann.
Volvo V90 var fyrst kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári. Móttökurnar hafa verið mjög jákvæðar enda er bíllinn byggður á 60 ára lúxusbíla arfleið Volvo sem hófst með Volvo Duett bílnum. Eins og áður sagði þá fer Zlatan herferðin formlega af stað á mánudagskvöldið. Fylgstu með á Volvo á Íslandi á Facebook.