Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, missir bæði af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og EM í Frakklandi vegna meiðsla í læri.
Varane er þriðji franski miðvörðurinn sem dettur út fyrir EM; Kurt Zouma sleit krossband í hné í febrúar og þá er Mamadou Sakho í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur kallað Adil Rami, leikmann Evrópudeildarmeistara Sevilla, inn í franska hópinn í stað Varane.
Auk Rami eru miðverðirnir Laurent Koscielny, Elaqium Mangala og Jeremy Mathieu í franska hópnum.
Frakkar mæta Rúmeníu í opnunarleik EM 10. júní næstkomandi.

