Búist er við hvassviðri eða stormi, 15 til 23 metrum á sekúndu, norðan- og norðvestanlands frá því seint í nótt og fram að hádegi á morgun.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þegar líður á morgundaginn á að draga smám saman úr vindi en hann getur náð átta til þrettán metrum á sekúndu undir kvöld.
