Veðrinu verður töluvert misskipt á laugardag: Spáð úrhelli vestanlands en blíðviðri fyrir austan Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2016 20:14 Svona lítur spákort Veðurstofa Íslands út fyrir laugardagsmorgun. Vísir/Vedur.is Veðrinu verður ansi misskipt eftir landshlutum á laugardag. Spáð er úrhelli á vestanverðu landinu meira og minna allan föstudaginn og fram á laugardagsmorgun á meðan blíðviðri verður á austanverðu landinu. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er ekki tilefni til að vera með einhvern sérstakan viðbúnað vegna þessarar úrkomu sem gæti mælst allt að tugi millimetra þar sem mest verður líkt og spár gefa til kynna í dag. „Reykjanesið tekur mikið af þessari úrkomu. Svo er það Snæfellsneið og sunnanverðir Vestfirðir sem fá ansi mikla úrkomu. Snjór er víðast hvar farinn og frost sömuleiðis úr jörðu. Þannig að það verður ansi drjúgt og hleypur í læki en ég myndi ekki halda að það verði einhver flóð þó það geti alltaf einhverjar spýjur farið af stað,“ sagði veðurfræðingurinn við Vísi. Um hádegisbilið á laugardag er búist við að það muni stytta upp víðast hvar þó enn verði einhver úrkoma á suðvesturhorni landsins en á meðan verður sól og blíða á austanverðu landinu og allt að tuttugu stiga hita. Veðurfræðingurinn segir að íbúar þess landshluta hafi þurft að bíða mjög lengi eftir hlýindum og muni þeir að öllu óbreyttu fá það endurgreitt í fimmtudag, föstudag og laugardag. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og úrkomu, suðvestan 5-13 síðdegis og dálítil væta, en áfram þurrt fyrir austan. Hvessir vestantil annað kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Á fimmtudag:Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Dálítil væta og hiti 8 til 12 stig, en þurrt að mestu norðaustan- og austanlands og hiti 14 til 20 stig.Á föstudag:Sunnan 8-15 og rigning, sums staðar talsverð vestantil á landinu. Þurrt að kalla um landið norðaustan- og austanvert. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Minnkandi suðlæg átt, rigning með köflum og hiti 7 til 12 stig, en bjartviðri norðaustantil og hiti 14 til 20 stig.Á sunnudag og mánudag:Vestlæg átt og dálitlir skúrir, en þurrt á austurhelmingi landsins. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Veður Tengdar fréttir Búist við allt að 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi Töluverð hlýindi í kortunum í vikunni sem fylgja suðlægum áttum. 23. maí 2016 23:21 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Veðrinu verður ansi misskipt eftir landshlutum á laugardag. Spáð er úrhelli á vestanverðu landinu meira og minna allan föstudaginn og fram á laugardagsmorgun á meðan blíðviðri verður á austanverðu landinu. Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er ekki tilefni til að vera með einhvern sérstakan viðbúnað vegna þessarar úrkomu sem gæti mælst allt að tugi millimetra þar sem mest verður líkt og spár gefa til kynna í dag. „Reykjanesið tekur mikið af þessari úrkomu. Svo er það Snæfellsneið og sunnanverðir Vestfirðir sem fá ansi mikla úrkomu. Snjór er víðast hvar farinn og frost sömuleiðis úr jörðu. Þannig að það verður ansi drjúgt og hleypur í læki en ég myndi ekki halda að það verði einhver flóð þó það geti alltaf einhverjar spýjur farið af stað,“ sagði veðurfræðingurinn við Vísi. Um hádegisbilið á laugardag er búist við að það muni stytta upp víðast hvar þó enn verði einhver úrkoma á suðvesturhorni landsins en á meðan verður sól og blíða á austanverðu landinu og allt að tuttugu stiga hita. Veðurfræðingurinn segir að íbúar þess landshluta hafi þurft að bíða mjög lengi eftir hlýindum og muni þeir að öllu óbreyttu fá það endurgreitt í fimmtudag, föstudag og laugardag. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og úrkomu, suðvestan 5-13 síðdegis og dálítil væta, en áfram þurrt fyrir austan. Hvessir vestantil annað kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.Á fimmtudag:Suðvestanátt, víða 10-15 m/s. Dálítil væta og hiti 8 til 12 stig, en þurrt að mestu norðaustan- og austanlands og hiti 14 til 20 stig.Á föstudag:Sunnan 8-15 og rigning, sums staðar talsverð vestantil á landinu. Þurrt að kalla um landið norðaustan- og austanvert. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Minnkandi suðlæg átt, rigning með köflum og hiti 7 til 12 stig, en bjartviðri norðaustantil og hiti 14 til 20 stig.Á sunnudag og mánudag:Vestlæg átt og dálitlir skúrir, en þurrt á austurhelmingi landsins. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Veður Tengdar fréttir Búist við allt að 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi Töluverð hlýindi í kortunum í vikunni sem fylgja suðlægum áttum. 23. maí 2016 23:21 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Búist við allt að 20 stiga hita á Norðaustur- og Austurlandi Töluverð hlýindi í kortunum í vikunni sem fylgja suðlægum áttum. 23. maí 2016 23:21