Mamma nýliða í NFL-deildinni fékk líka samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 23:30 Eli Apple. Vísir/Getty NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann. NFL Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann.
NFL Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira