Mamma nýliða í NFL-deildinni fékk líka samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 23:30 Eli Apple. Vísir/Getty NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann. NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann.
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira