„Svínið af Marseille“ ætlar að ráðast á saklausa múslima með Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 12:45 James Shayler. vísir/afp James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
James Shayler, ein þekktasta fótboltabulla Englands, ætlar að endurtaka leikinn frá því 1998 og vera með læti í Marseille eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu í Frakklandi fyrir 18 árum síðan. Frá þessu er greint á vef Daily Mail. Shayler, sem er kallaður Svínið af Marseille, hótar að meiða saklausa múslima ásamt kollegum sínum frá Rússlandi þegar England og Rússland mætast á Evrópumótinu 11. júní en leikurinn fer fram í Marseille. Shayler fékk þetta áhugaverða viðurefni á HM í Frakklandi 1998 þegar hann var fangelsaður sem forsprakki bulluhóps sem réðst að lögreglunni í Marseille eftir sigur Englands gegn Túnis á mótinu. Nú er hann kominn í samstarf við Landscrona, þekktan bulluhóp rússneska liðsins Zenit frá Pétursborg en saman ætla þeir að ráðast á múslima í Marseille en um 220.000 af 900.000 íbúum borgarinnar eru múslimar. „Rússarnir hata þá [múslimana], er það ekki? England stendur með Rússlandi gegn múslimum,“ sagði Shayler í samtali við blaðamann Daily Mail. „Rússarnir eru að redda mér miðum á leikinn í Marseille þannig ég horfi líklega á leikinn með þeim í stúkunni. Það verður ekkert vandamál,“ segir svínið. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu koma ekki til Marseille fyrr en sex dögum síðar en þeir eiga leik gegn Ungverjalandi 18. júní í Marseille. Shayler sat inni í sjö og hálft ár frá 1999 þegar hann var fundinn sekur um að stýra sölu á kókaíni. Hann var aftur fangelsaður í fimm ár 2008 fyrirað skipuleggja þjófnað á tveimur flutningabílum sem fluttu sjónvörp. Hann segist ekki vera einn af þeim tæplega 2.000 stuðningsmönnum frá Bretlandi sem lögreglan er búinn að banna að fara yfir landamærin til Frakklands. Um 1.200 öryggisverðir verða á og í kringum Stade Velodrome-völlinn í Marseille 11. júní og þurfa allir áhorfendur að ganga í gegnum málmleitartæki áður en þeir fara inn á völlinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira