Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2016 10:24 Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður, annar frá vinstri, gætir hagsmuna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital. Hann starfaði áður fyrir slitastjórn Landsbankans en myndin var tekin á upplýsingafundi slitastjórnar bankans á Hilton Nordica árið 2011. Fréttablaðið/Stefán Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins. Alþingi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins.
Alþingi Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira