60 prósent EM-hópsins af mölinni Bjarki Ármannsson skrifar 20. maí 2016 16:38 Kort sem fréttastofa útbjó til gamans. Vísir Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Fjórtán af þeim 23 knattspyrnumönnum sem valdir hafa verið í lokahópinn fyrir Evrópumeistaramót karla í Frakklandi í sumar koma frá höfuðborgarsvæðinu. Þrír eru frá Suðurnesjum, þrír frá Akureyri og Selfoss og Sauðárkrókur eiga sinn fulltrúann hvorn. Þetta má sjá á korti sem fréttastofa tók saman til gamans og sýnir fæðingarstað allra landsliðsmannanna okkar sem fara brátt að pakka ofan í töskunar fyrir Frakklandsferðina. Netverjar hafa undanfarið leikið sér að því að gera svipuð kort fyrir aðra landsliðshópa fyrir EM, til dæmis landsliðshóp Þýskalands og landsliðshóp Englands. Upplýsingar um fæðingarstað leikmanna eru fengnar af vefsíðum á borð við Wikipedia og Transfermarkt. Varnartröllið Kári Árnason er sá eini sem ekki er merktur inn á Íslandskortið en hann fæddist í Gautaborg og ólst upp í Reykjavík. Þá er okkar eini sanni Eiður Smári Guðjónsen fæddur á höfuðborgarsvæðinu en hann ólst að miklu leyti upp á meginlandi Evrópu þar sem Arnór faðir hans raðaði inn mörkunum.Sjá einnig: 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Þannig má segja að um 60 prósent landsliðshópsins okkar séu frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta er nokkurn veginn nákvæmlega í takt við íbúadreifingu á landinu öllu en samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi búa rétt rúmlega 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þó vekur ef til vill athygli knattspyrnuáhugamanna að gamalgróin knattspyrnubæli á borð við Akranes og Vestmannaeyjar eiga enga fulltrúa í landsliðshópnum nú. Sömuleiðis er staða Njarðvíkur ansi merkileg því ólíklegt verður að teljast að margir aðrir fimm þúsund manna bæir í Evrópu eigi tvo fulltrúa á EM.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00 Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30 30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Eiður Smári fer til Frakklands | Sjáðu EM-hóp Íslands Eiður Smári Guðjohnsen fær sinn gamla draum uppfylltan og fer með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. 9. maí 2016 14:00
Eiður Smári, ferillinn og fjölskyldan í nýrri auglýsingu | Myndband Eiður Smári Guðjohnsen er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót á ferlinum eftir tuttugu ár í íslenska landsliðinu. Eiður Smári var síðasti leikmaðurinn sem var kynntur til leiks þegar Lars og Heimir sögðu íslensku þjóðinni frá EM-hópnum sínum. 11. maí 2016 14:30
30 prósent íslenska EM-hópsins spilar í sænsku deildinni Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson völdu í gær þá 23 leikmenn sem munu skipa fyrsta karlalandslið Íslands á stórmóti en eftir rúman mánuð hefst Evrópumótið í Frakklandi. 10. maí 2016 14:00