Missti aðra höndina í hákarlaárás en vann þær bestu á brimbretti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 12:30 Bethany Hamilton lætur ekkert stöðva sig. vísir/getty Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira