Missti aðra höndina í hákarlaárás en vann þær bestu á brimbretti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 12:30 Bethany Hamilton lætur ekkert stöðva sig. vísir/getty Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira