Frakkar unnu sigur á Kamerún, 3-2, í fjörlegum vináttulandsleik í Nantes í kvöld.
Blaise Matuidi kom Frökkum yfir en Vincent Aboubakar jafnaði aðeins tveim mínútum síðar. Olivier Giroud kom Frökkum svo í 2-1 rétt fyrir hlé.
Kamerún virtist vera að næla sér í jafntefli er Eric Maxim Choupo-Moting jafnaði tveim mínútum fyrir leikslok.
Það var aftur á móti Dimitri Payet sem skoraði sigurmark Frakka á 90. mínútu.
Payet hetja Frakka
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
