Vil spila allar mínútur á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 06:00 Eiður á tali við Lagerbäck landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira