Kompany, Mata og Costa í úrvalsliðinu sem verður ekki á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 10:15 Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa verða ekki á EM. vísir/getty Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira