Kompany, Mata og Costa í úrvalsliðinu sem verður ekki á EM í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2016 10:15 Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa verða ekki á EM. vísir/getty Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Með hverjum degi styttist í Evrópumótið í fótbolta þar sem strákarnir okkar verða á meðal keppnisþjóða í fyrsta sinn í sögunni. EM hefst 10. júní með upphafsleik Frakklands og Rúmeníu en Ísland hefur leik gegn Portúgal 14. júní. Eins og alltaf eru einhverjar stjörnur í boltanum sem verða ekki með vegna meiðsla eða þá að leikmennirnir voru einfaldlega ekki valdir í sín landslið eftir dapra leiktíð. Sky Sports setti upp ellefu manna úrvalslið þeirra leikmanna sem verða ekki með á EM en þar má finna stór nöfn á borð við Vincent Kompany, Juan Mata og Diego Costa.Úrvalsliðið sem verður ekki á EM:Rob Elliot sleit krossband.vísir/gettyMarkvörður: Rob Elliot, Norður-Írlandi Markvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni verður ekki með á EM eftir að slíta krossband í landsleik með landsliðinu gegn Slóvakíu í mars.Hægri bakvörður: Kurt Zouma, Frakklandi Varnarmaðurinn öflugi getur ekki tekið þátt á EM í sínu heimalandi eftir að meiðast illa á hné í jafntefli Chelsea gegn Manchester United í febrúar.Miðvörður: Vincent Kompany, Belgíu Fyrirliði Belga og Manchester City hefur átt við mikil meiðslavandræði að stríða undanfarin ár og meiðsli sem hann varð fyrir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid halda honum frá Frakklandi.Miðvörður: Dejan Lovren, Króatíu Liverpool-miðvörðurinn er heill heilsu en var einfaldlega ekki valinn. Lovren lenti saman við landsliðsþjálfarann Ante Cacic sem sagði að Lovren þyrfti að læra að vera liðsmaður áður en hann snýr aftur í landsliðið.Vinstri bakvörður: Chris Brunt, Norður-Írlandi Annar leikmaður sem nýliðana á EM vantar. Brunt sleit krossband snemma í mars í sigurleik WBA gegn Crystal Palace.Morgan Schneiderlin komst ekki í EM-hóp Frakka.vísir/gettyMorgan Schneiderlin, Frakklandi Schneiderlin spilaði reglulega á sínu fyrsta tímabili með Manchester United en hann hefur vafalítið haldið að spila þar myndi færa hann nær sæti í franska landsliðshópnum. Didier Deschamps veðjaði frekar á N'Golo Kante, Moussa Sissoko, Yohan Cabaye og Lassana Diarra.Miðjumaður: Juan Mata, Spáni Breiddin í spænska landsliðinu er svo mikil að Vincente del Bosque getur leyft sér að taka ekki með mann eins og Juan Mata sem var einn besti leikmaður United á síðustu leiktíð og kom liðinu til bjargar í úrslitaleik enska bikarsins.Miðjumaður: Santo Cazorla, Spáni Arsenal-maðurinn spilaði aðeins einn leik eftir áramót vegna meiðsla. Del Bosque sagði of mikla áhættu að taka hann með þó Cazorla hafi gert allt sem í hans valdi stóð að koma sér í stand og fara með til Frakklands.Mario Balotelli hefur ekki átt sjö dagana sæla í fleiri en sjö daga.vísir/gettyFramherji: Mario Balotelli, Ítalíu Lífið leikur ekki við Balotelli sem var ein af stjörnum EM 2012. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir Liverpool á þar síðustu leiktíð og eitt deildarmark fyrir AC Milan á síðustu leiktíð. „Það er ekkert pláss fyrir prímadonnur í liðinu,“ sagði Leonardo Bonucci, miðvörður Juventus og Ítalíu, um Balotelli.Framherji: Danny Welbeck, England Það leit út fyrir að Welbeck myndi næla sér í sæti í leikmannahópi Roy Hodgson en svo meiddist hann á hné í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann verður frá næstu níu mánuði.Framherji: Diego Costa, Spáni Chelsea-maðurinn var ekki valinn í hópinn eftir nokkuð dapurt tímabil á Englandi en þá tognaði hann líka aftan í læri í leik gegn Liverpool í maí. Hann er einn af nokkrum öflugum framherjum sem Spánverjar taka ekki með á EM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira