Svo gæti farið að verkfall sorphirðumanna gæti haft áhrif á fyrsta leik Íslands á EM í Frakklandi, ef marka má franska fjölmiðla.
Sorphirðumenn hafa verið í verkfalli í viku og hafa borgaryfirvöld í St. Etienne áhyggjur að það gæti haft áhrif á leik Íslands og Portúgal í borginni þann 14. júní.
Til greina kemur að borgaryfirvöld grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir að verkfallið ógni því að leikurinn geti farið fram eins og áætlað er.
Von er á fjölda Íslendinga til St. Etienne þann 14. júní, rétt eins og á aðra leiki Íslands í keppninni.
Ógnar verkfall sorphirðumanna í St. Etienne fyrsta leik Íslands?
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti



Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
