Mun Lars halda með Íslandi eða Svíþjóð í framtíðinni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:37 Lars Lagerbäck verður minnst fyrir ótrúlegan árangur með karlalandslið Íslands. Enn á þó eftir að ljúka ævintýrinu á EM í Frakklandi. vísir/getty Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16
Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19