Íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair fluttu samtals um 426.000 farþega í síðasta mánuði. Þar af flutti Icelandair 320.000 farþega, 20 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra, og WOW air 106.000, 115 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra.
Sætanýting hjá WOW air í mánuðinum var 85 prósent í ár en 81 prósent í fyrra. Þá var sætanýting Icelandair 77,5 prósent í maí í ár en 79,7 prósent í fyrra.
Þá jókst markaðshlutdeild WOW air milli ára. Í fyrra flugu þrettán prósent farþega í maí með WOW air en tuttugu prósent í ár.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016

