Ítalía fer á sigurbraut á Evrópumótið í fótbolta en eftir fjóra leiki án sigurs vann liðið síðustu tvo vináttuleiki sína í undirbúningi þess fyrir átökin í Frakklandi.
Ítalía vann Skotland, 1-0, um helgina og lagði svo Finnland, 2-0, á heimavelli í kvöld með marki í sitthvorum hálfleiknum.
Antonio Candreva, leikmaður Lazio, skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og Daniele de Rossi, fyrirliði Roma, það síðara á 71. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu.
Báðir eru fæddir og uppaldir í Róm og spila fyrir Rómarliðin tvö. Candreva er 29 ára og á að baki 38 landsleiki en De Rossi er reynslumesti útispilari ítalska liðsins með 103 landsleiki.
Fyrir leikina gegn Skotlandi og Finnlandi var Ítalía án sigurs í fjórum vináttuleikjum. Liðið tapaði gegn Belgíu og Þýskalandi á útivelli en gerði jafntefli við Rúmeníu og Spán á heimavelli.
Ítalar eru í mjög erfiðum riðli á EM ásamt Belgíu, Svíþjóð og Írlandi en fyrsti leikur liðsins er gegn Belgum 13. júní.
Rómverjarnir tryggðu Ítalíu sigur
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

