Vodafone gefur landsdekkandi dreifingu á meðan Evrópukeppninni stendur Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 15:49 Núna geta 99,9 prósent Íslendinga séð leiki Íslands á EM í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarp. Vísir/Vilhelm Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira