Atvinnuviðtali lauk með hnefahöggum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2016 12:20 Lögreglan á Suðurlandi kom að 358 verkefnum í liðinni viku. vísir/pjetur Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni. Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Mikið var að gera hjá lögreglumönnum á Suðurlandi í síðustu viku. Kom hún að 358 verkefnum sem er talsverð aukning frá vikunni á undan. Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefnapakka sem kom með flugvél og tóku á móti kæru vegna atvinnuviðtals sem lauk með hnefahöggum. Karlmaður kom í lögreglustöðina á Selfossi síðdegis á laugardag og kærði annan fyrir líkamsárás. Árásarþolinn hafði ætlað að ráða hinn í vinnu. Þeim sinnaðist í viðræðum sínum með þeim afleiðingum að sá sem hugðist ráða sig í vinnuna réðist á hinn með hnefahöggum sem leiddi til tannbrots. Atvikið átti sér stað í Hveragerði. Lögreglumenn á Höfn í Hornafirði fóru á fimmtudag á flugvöllinn og haldlögðu pakka sem kom með flugvél frá Reykjavík. Grunur lék á um að í pakkanum væru fíkniefni sem reyndist á rökum reist. Skömmu síðar kom maður til að sækja pakkann. Hann var handtekinn og bar því við að hann hefði verið sendur af öðrum manni til að sækja pakkann. Sá maður var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Í pakkanum var amfetamín og kannabis, ekki í miklu magni, sem maðurinn viðurkenndi að eiga og hafi einungis verið ætlað til eigin neyslu. Efnin verða send til vigtunar og rannsóknar. Þá voru karl og kona handtekin á Suðurlandsvegi í Ölfusi seint á laugardagskvöld á leið þeirra í bifreið sem konan ók. Konan bar merki þess að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í ljós kom að hún var ekki með ökuréttindi. Hún hafði verið svipt þeim. Í bifreiðinni voru ýmsir munir sem grunur lék á að væri þýfi. Parið var yfirheyrt í gær. Konan gekkst við sviptinga- og fíkniefnaakstrinum. Hins vegar neituðu bæði þjófnaði á þeim munum sem voru í bílnum en gátu ekki gert grein fyrir þeim. Þar ræðir um, meðal annars, fartölvur, sláttuvél, gasgrill og flatskjár. Munirnir voru haldlagðir og eru í geymslu í lögreglustöðinni á Selfossi. Eitthundrað og fjórtán ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir umferðarlagabrot. Þar af voru 88 kærðir fyrir hraðakstur, fjórir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, einn fyrir ölvunarakstur og umferðardeildarlögreglumenn voru í eftirliti með öxulþunga, ökuritum, hvíldartíma ökumanna og ýmsum öðru sem snýr að umferðinni.
Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira