Erdogan sagði að Þjóðverjar ættu að líta sér nær þegar kæmi að þjóðarmorðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2016 23:27 Angela Merkel kanslari Þýskalands og Erdogan forseti Tyrklands á fundi á loftslagsráðstefnunni í París í fyrra. vísir/getty Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins. Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.
Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22
Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00