Rúnar hrósar Lars: Á langstærstan þátt í uppgangi landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 19:15 Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira