Rúnar hrósar Lars: Á langstærstan þátt í uppgangi landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 19:15 Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira