Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var bílnum ekið upp slóðann á fjallinu austan megin en fjölskylda var á ferðalagi, í heimsókn á Íslandi.
Aðeins fjölskyldufaðirinn var í bílnum þegar slysið varð en hann mun hafa verið að bakka bílnum þegar hann fór fram af í beygju á leiðinni upp fjallið og velti niður hlíðarnar. Bíllinn hafnaði á hvolfi í skurði.
Uppfært klukkan 14:26
Þyrla gæslunnar er komin með manninn undir læknishendur á Landspítalanum.
