Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 19:30 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/afp Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn