Liverpool með flesta leikmenn á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2016 12:30 Liverpool á flesta leikmenn á EM. Vísir/Getty Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Liverpool-stuðningsmenn geta ekki montað sig yfir árangri liðsins á nýloknu tímabili þar sem liðið endaði í áttunda sæti en ekkert félagslið í Evrópu á hinsvegar fleiri fulltrúa á EM í Frakklandi í sumar. Þjálfar liðanna 24 á Evrópumótinu í Frakklandi höfðu frest þangað til í gærkvöldi til að tilkynna EM-hópa sína inn til UEFA og nú er því ljóst hvaða leikmenn munu spila með sínum þjóðum á EM í ár. Liverpool á alls tólf leikmenn meðal þeirra 552 leikmanna sem voru valdir eða jafnmarga og ítalska liðið Juventus. Liverpool-mennirnir eru James Milner, Adam Lallana, Nathaniel Clyne, Jordan Henderson og Daniel Sturridge (Englandi), Joe Allen og Danny Ward (wales), Martin Skrtel (Slóvakíu), Emre Can (Þýskalandi), Simon Mignolet, Divock Origi og Christian Benteke (Belgíu). Tottenham mun verða með ellefu leikmenn á EM og tíu koma frá Manchester United. Enska úrvalsdeildin á alls 103 leikmenn eða næstum því 20 prósent af öllum leikmönnunum. Einn af þeim er að sjálfsögðu Gylfi Þór Sigurðsson okkar Íslendinga. Spænsku liðin Real Madrid (Meistaradeildin) og Sevilla (Evrópudeildin) urðu Evrópumeistarar í vor en spænska deildin á samt bara 34 leikmenn á EM í Frakklandi sem er aðeins þriðjungur af þeim leikmönnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Enska b-deildin er með 31 leikmann á EM sem er aðeins þremur minni en spænska og meira en franska deildin. Þar á meðal eru íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Það er hægt að finna skemmtilega úttekt á leikmönnum EM á pólsku síðunni Ekstrastats.Lið sem eiga flesta leikmenn á EM 2016: 1. Juventus 12 2. Liverpool 12 3. Tottenham 11 4. Manchester United 10 5. Barcelona 9 6. Bayern München 9 7. Real Madrid 8 8. Arsenal 8 9. Basel 8 10. CSKA Moskva 8 11. Fenerbahce 8 12. Roma 8 13. Besiktas 7 14. Dynamo Kiev 7 15. Southampton 7 16. Shakhtar Donetsk 7 17. Chelsea 6 18. Dynamo Zagreb 6 19. Ferencvaros 6 20. Manchester City 6 21. Napoli 6 22. Viktoria Pilzen 6 23. Zenit 6
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira