Grikkland: Mikið aðhald en enginn árangur Lars Christensen skrifar 1. júní 2016 09:30 Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú byrjar það aftur. Grikkland hefur gert enn einn samninginn við ESB og AGS varðandi samningsstöðu sína. Eða öllu heldur, eins og einn embættismaður ESB lýsti því í Financial Times: „Ef það lítur út eins og við séum að velta vandanum á undan okkur er það af því að við erum að því.“ Með öðrum orðum: Þetta er í rauninni ekki samningur til að leysa grunnvandann heldur samningur til að forðast að takast á við grunnvandann. Hver er þá grunnvandinn? Mergurinn málsins er sá að gríska ríkið er einfaldlega gjaldþrota og getur ekki borgað skuldir sínar, en Evrópusambandið neitar að viðurkenna þessa staðreynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist skilja þetta og sennilega gera embættismenn ESB það líka, en pólitískt virðist ómögulegt að viðurkenna það því það myndi þýða að ESB yrði að viðurkenna að stefnan gagnvart vandamálum Grikklands hafi verið röng. Sumir halda því fram að Grikkir hafi ekki gert nóg til að leysa sín eigin vandamál og að ef Grikkir kæmust upp með meiri háttar skuldaniðurfærslu myndi það bara hvetja til enn meiri ósiða, og það er sennilega rétt, en það breytir því ekki að það er mjög erfitt að sjá hvernig Grikkir geti borgað skuldir sínar. Auk þess er það rangt þegar því er haldið fram að Grikkir hafi ekki gert neitt. Grikkir hafa í raun tekið upp strangari aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Ef við, til dæmis, lítum á uppsafnaðan sparnað í ríkisfjármálum í Grikklandi síðan 2009 þá sjáum við að Grikkir hafa dregið saman á þessu tímabili sem nemur 18-20 prósentum af vergri landsframleiðslu. Þetta er gríðarlegt aðhald í ríkisfjármálum á hvaða mælikvarða sem er. En eitt er viðleitnin og annað er útkoman og hér er sagan allt önnur. Síðan 2009 hafa opinberar skuldir Grikkja vaxið úr 108% af vergri landsframleiðslu árið 2008 í meira en 180% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Þannig hafa opinberar skuldir, þrátt fyrir mikið aðhald, haldið áfram að vaxa á hverju einasta ári síðan 2008. Ástæða fyrir þessari niðurdrepandi þróun er sú staðreynd að í Grikklandi hefur orðið gríðarlegt hrun í efnahagsumsvifum. Þannig hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu fallið um næstum 30% síðan 2008. Sannarlega efnahagslegar hamfarir. Sama hversu hóflegt land er í ríkisfjármálum þá er ómögulegt að koma jafnvægi á skuldahlutföllin í svo miklum efnahagssamdrætti. Til að raunverulega leysa skuldavanda Grikkja þarf því að leysa hagvaxtarvanda þeirra, og það er ekki auðvelt. Fjármálahvati gæti auðvitað verið lausn en Grikkir hafa ekki peninga til þess og markaðirnir munu ekki vilja fjármagna fjármálahvatapakka. Önnur lausn væri umfangsmiklar kerfisumbætur, og þær væru nokkuð heillavænlegri en fjármálahvati, en miðað við dýpt kreppunnar er ólíklegt að jafnvel yfirgripsmestu endurbætur myndu duga til og þá er aðeins ein lausn eftir – lausbeislaðri peningamálastefna. En þar sem Grikkir stjórna ekki sinni eigin peningamálastefnu af því að landið er á evrusvæðinu er það í raun ekki mögulegt heldur. Reyndar er það mögulegt – ef Grikkir ákveða að yfirgefa evrusvæðið. Það virðist mjög áhættusamt úrræði en það er alveg augljóst að þetta er í raun eina lausnin sem myndi virka. Það er því ekki spurning um hvort það verður „Grexit“, heldur hvenær. Þýskir skattgreiðendur munu ekki endalaust vilja borga fyrir að velta vandanum á undan sér.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun