Fótbolti

Eiður Smári: Ég hef engar áhyggjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Íslands voru eins og öll þjóðin svekktir með niðurstöðuna í leiknum gegn Ungverjalandi í gær. Það gefst þó lítill tími til að dvelja við úrslitin enda stutt í leikinn gegn Austurríki þar sem allt verður undir fyrir okkar menn.

Eiður Smári Guðjohnsen segir enga ástæðu til að vera svartsýnn.

„Ég hef engar áhyggjur. Við munum fara inn í þennan leik eins og alla aðra. Það hefur sjaldan verið hægt að setja út á hugarfarið okkar og að menn séu ekki rétt stemmdir. Ég býst ekki við öðru í næsta leik,“ sagði Eiður Smári í Annecy í dag.

Sjá einnig: Eiður Smári: Íslenskir stuðningsmenn komnir á hærra plan

Ísland og Austurríki eigast við á Stade de France á miðvikudag og ljóst að Austurríkismönnum dugir ekkert minna en sigur í leiknum. Ísland þarf líklega bara jafntefli í leiknum.

Hann segist afar þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk frá áhorfendum og að það hafi verið kærkomið að hitta fjölskyldu sína eftir leik, líkt og hann nefnir í viðtalinu sem má sjá hér fyrir ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×