Steve McManaman og Craig Burley, sérfræðingar ESPN, ræddu vítaspyrnudóminn í viðureign Íslands og Ungverjalands þegar þeir gerðu upp leikinn í gær.
Á 38. mínútu dæmdi Rússinn Sergei Karasev vítaspyrnu á Tamás Kádár, varnarmann Ungverja, fyrir brot á Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða íslenska liðsins.
Ungversku leikmennirnir voru ekki sáttir með dóminn en Gylfa Þór Sigurðssyni var alveg sama. Swansea-maðurinn fór á punktinn, skoraði af öryggi og kom Íslandi yfir.
Sjá einnig: Sjáðu fagnaðarlætin í Marseille þegar Gylfi skoraði
„Það er ekki mikil snerting en Aron lætur dómarann alveg vita með því að setja hendurnar upp í loft,“ sagði McManaman.
Að mati Burleys er Kádár að aðalsökudólgurinn í þessu máli.
„Kádar, vinstri bakvörðurinn, er mjög klaufalegur. Það er snerting og því oftar sem þú sérð þetta skilurðu betur af hverju hann dæmdi víti,“ sagði Burley.
Sjá einnig: Twitter sprakk eftir vítið hans Gylfa: „Ég gleypti í mér tunguna!“
Mark Gylfa dugði Íslandi þó ekki til sigurs. Íslensku strákarnir eru þó í ágætis stöðu fyrir lokaumferðina og geta enn unnið F-riðilinn.
Sérfræðingur ESPN: Ekki mikil snerting en skil af hverju hann dæmdi víti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn




Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn


„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti
Fleiri fréttir
