Fótbolti

Lars harðorður: Við spiluðum án allrar skynsemi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars á Stade Vélodrome í kvöld.
Lars á Stade Vélodrome í kvöld. Vísir/Vilhelm
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði í samtali við SVT að loknum leik Íslands og Ungverjalands á EM í Frakklandi að okkar menn hefðu verið orðnir þreyttir í lokin. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem jöfnunarmark Ungverja kom í blálokin.

„V ið spiluðum ekki vel,“ sagði Lars um íslensku strákana „Þeir spiluðu án allrar skynsemi þegar við vorum yfir og sérstaklega þegar lítið er eftir, þá verða menn reyna að halda boltanum,“ bætti sá sænski við. Íslendingar vörðust lungan af síðari hálfleiknum án þess þó að gefa dauðafæri á sér.

„Þeir voru þreyttir og við gátum þetta ekki. Við vorum því miður ekki betri en svo í dag.“

Íslendingar mæta Austurríki í lokaumferðinni og fara áfram í sextán liða úrslitin með sigri. Tap þýðir að liðið er úr leik en jafntefli gæti mögulega dugað eftir því hver úrslitin verða í viðureign Portúgala og Ungverja.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×