Alfreð: Kem ferskur inn í 16-liða úrslitin Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:34 Alfreð í baráttunni við Richárd Guzmics í leiknum í dag. vísir/getty Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að tilfinningin eftir viðureign Íslands og Ungverjalands í Marseille í dag hafi verið eins og eftir tapleik. Íslenska liðið leiddi í tæpar 50 mínútur en fékk á sig jöfnunarmark tveimur mínútum fyrir leikslok og varð af tveimur stigum. „Þannig var andrúmsloftið í klefanum. Það er mjög svekkjandi að fá bara eitt stig þegar þú leggur svona mikið í leikinn,“ sagði Alfreð í leikslok. Hann kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. En kann framherjinn skýringu á því af hverju íslenska liðið féll svona aftarlega á völlinn í seinni hálfleik? „Það er erfitt að segja. Þegar maður kom inn í leikinn voru menn rosalega þreyttir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir með boltann í dag,“ sagði Alfreð en Íslendingar voru aðeins 33% með boltann í leiknum í dag og einungis 66% sendinga þeirra rötuðu á samherja. „Við spörkuðum honum alltaf fram og töpuðum honum oftast. Á móti svona liði verðum við að vera rólegri með boltann og spila aðeins í gegnum þá. Það fer mikil orka í að elta boltann í svona langan tíma og það er kannski ástæðan fyrir því að menn voru ekki nógu ferskir til að klára leikinn í seinni hálfleik.“ Alfreð segir að leikurinn í dag hafi verið jafn og ekki hafi munað miklu á liðunum. „Leikurinn var í járnum, þótt þeir hafi verið meira með boltann. En svo sofnuðum við aðeins og þeir refsuðu,“ sagði Alfreð sem fékk að líta gula spjaldið skömmu eftir að hann kom inn á. Það þýðir að hann verður í leikbanni gegn Austurríki á miðvikudaginn. „Mér fannst þetta ekki mikið. Ég elti hann einhverja 60 metra, svo missir hann boltann of langt frá sér og hann gefur mér gult. „Mér fannst það ekki verðskulda gult spjald. Það var ekkert augljóst brot þarna. Dómarinn var mjög slakur og þetta var kannski í takti við hans frammistöðu. Það er ömurlegt að vera kominn í bann eftir tvo leiki á svona móti en ég hef auðvitað fulla trú á strákunum og kem ferskur inn í 16-liða úrslitin,“ sagði framherjinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn