Fótbolti

Alfreð kominn í bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karasev gefur Alfreð gula spjaldið.
Karasev gefur Alfreð gula spjaldið. vísir/epa
Alfreð Finnbogason tekur út leikbann þegar Ísland mætir Austurríki á Stade de France í F-riðli á EM 2016 á miðvikudaginn.

Alfreð fékk sitt annað gula spjald í keppninni í leiknum gegn Ungverjum í Marseille í dag.

Framherjinn kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og sex mínútum síðar gaf rússneski dómarinn Sergei Karasev honum gula spjaldið fyrir brot.

Alfreð fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Tveir aðrir leikmenn Íslands fengu gula spjaldið í leiknum gegn Ungverjalandi í dag; Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×