Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur 18. júní 2016 17:53 Ragnar í baráttunni við Adam Nagy í kvöld. vísir/getty Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45