Gylfi skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu á 39. mínútu en sex af 14 mörkum hans fyrir landsliðið hafa komið úr vítaspyrnum.
Með markinu komst Gylfi upp að hlið Ríkharðs Daðasonar og Arnórs Guðjohnsen á listanum yfir markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins frá upphafi.
Aðeins þrír leikmenn hafa nú skorað fleiri mörk fyrir Ísland en Gylfi; Eiður Smári Guðjohnsen (26), Kolbeinn Sigþórsson (20) og Ríkharður Jónsson (17).
Nú er hálfleikur í leik Íslands og Ungverjalands.
Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi með því að smella hér.
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland https://t.co/OxotGBqTji
— Síminn (@siminn) June 18, 2016