Örlög Króatanna ráðast á mánudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 11:17 Mark Clattenburg ræðir við króatísku leikmennina. Vísir/Getty Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn. Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi. Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt. Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin. Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0. Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn. Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Framkoma stuðningsmanna Króatíu í leiknum á móti Tékkum í gær mun hafa afleiðingar í för með sér fyrir króatíska knattspyrnusambandið. Hversu miklar afleiðingar kemur ekki í ljós fyrr en á mánudaginn. Ólæti króatísku stuðningsmannanna í Tékkaleiknum eru nú til meðferðar hjá aga- og siðanefnd UEFA og mun hún skila niðurstöðum sínum á mánudaginn. Það má búast við stórri sekt en það eru einnig uppi vangaveltur um framtíð króatíska landsliðsins á EM í Frakklandi. Króatarnir eru kærðir fyrir að kveikja á blysum inn á vellinum og kasta þeim inn á völlinn, sprengja púðurkerlingar, kasta hlutum inn á völlinn, almenn ólæti áhorfenda sem og kynþóttaformdóma í stúkunni. Ástandið í króatísku stúkunni var allt annað en fallegt. Mark Clattenburg, dómari leiks Króatíu og Tékklands, þurfti að stöðva leikinn á 86. mínútu þegar króatísku áhorfendurnir tóku upp á því að kasta blysum inn á völlinn. Staðan var þá 2-1 fyrir Króatíu en króatíska liðið var með mikla yfirburði lengst af í þessum leik.Sjá einnig:Þjálfari Króatíu: Þetta eru íþróttahryðjuverkamenn Leikmenn Króata reyndu að róa stuðningsmenn sína og segja þeim að hætta þessu en lítið gekk. Það varð um fimm mínútna töf á leiknum og króatíska liðið virtist í hálfgerðu sjokki þegar leikurinn hófst á ný. Tékkarnir nýttu sér það og tryggðu sér stig með því að jafna metin. Stuðningsmenn Tyrkja voru líka kærðir fyrir hegðun sína í leiknum á móti Spáni en Spánverjar unnu þann leik örugglega 3-0. Það sem gerir málið enn alvarlegra fyrir þessar tvær þjóðir er að UEFA fékk líka inn á sitt borð mál tengdum hegðun áhorfenda þegar Króatía og Tyrkland mættust 12. júní síðastliðinn. Rússar eru á skilorði og fengu 150 þúsund evra sekt vegna framkomu áhorfenda þeirra í leik á móti Englandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira