Rúmlega tvöfalt fleiri Ungverjar eru mættir til Marseille til að styðja sína menn en Íslendingar. Um níu þúsund Íslendingar verða á Stade Vélodrome þar sem karlalandslið þjóðanna mætast í kvöld en 21 þúsund Ungverjar.
Alls eru 62 þúsund miðar seldir en leikvangurinn tekur um 67 þúsund manns í sæti.
Ungverjar hafa verið mun fyrirferðameiri í miðbænum það sem af er degi og lítur út fyrir að nokkur þjóðhátíðarþynnka sé í gangi á meðal Íslendinga.
Níu þúsund Íslendingar verða á Stade Vélodrome

Tengdar fréttir

EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar
Lars Lagerbäck leynir á sér.

Ungverjar syngja og tralla en Íslendingar sváfu út í Marseille
Rauður, hvítur og grænn eru mun meira áberandi litir framan af degi í Marseille.

Svona var Íslendingapartýið í Marseille
Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok.

EM í dag: Slor, buxurnar hans Gábor og augnablikið hans Hödda Magg
Sjöundi þátturinn er tekinn upp við gömlu höfnina í Marseille.