Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 09:30 Kolbeinn Sigþórsson gerði grín að leikmönnum Portúgals í loftinu. vísir/vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum risastóran leik gegn Ungverjalandi í Marseille í dag í annarri umferð riðlakeppni EM 2016. Ungverjaland er í betri stöðu eftir fyrstu umferðina þar sem liðið vann flottan sigur á Austurríki, 2-0, en strákarnir okkar eru með eitt stig eftir frækið jafntefli gegn Portúgal. Kolbeinn Sigþórsson var brattur á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Hann sagði strákana stefna á sigur gegn Ungverjalandi enda væri liðið fullt sjálfstrausts eftir frammistöðuna gegn Portúgal. „Sjálfstraustið í liðinu er meira eftir fyrsta leikinn. Það var gott að koma til baka eftir að vera 1-0 undir gegn jafnsterku liði og Portúgal er,“ sagði Kolbeinn. „Við þurfum að halda þessu áfram og spila aftur vel gegn Ungverjalandi. Þetta verður erfiður leikur en Ungverjar sýndu í síðasta leik að það er erfitt að vinna þá. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá öll þrjú stigin sem við þurfum.“ Kolbeinn var meiddur í aðdraganda mótsins og fór meira að segja í sprautu í Barcelona til að létta á þrýsting í hnénu. Allt sem var gert við hann virðist hafa virkað því hann spilaði eins og höfðingi gegn Portúgal og er meira en klár í slaginn gegn Ungverjalandi. „Þetta hefur allt saman gengið eins og í sögu síðustu fjórar vikur. Ég var ekki viss um að ég myndi ná EM og það var stress í mér á tímabili,“ sagði Kolbeinn. „Eftir leikinn gegn Portúgal var ég bara betri í hnénu ef eitthvað er. Ég finn ekki fyrir neinu og verð að hrósa öllum þeim sem hafa hjálpað mér. Sjúkraþjálfararnir hafa unnið frábært verk og þess vegna er ég klár,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Landsliðsþjálfarinn skaut létt á Austurríkismenn á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. 18. júní 2016 10:30
„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30