Mamma Alfreðs: „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2016 22:30 Vísir/Vilhelm Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Fyrir flesta Íslendinga var stærsta stundin í leiknum gegn Portúgal á þriðjudaginn þegar Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland á 50. mínútu. Stærsta stundin fyrir móður og systur Alfreðs Finnbogasonar var hins vegar á 80. mínútu þegar þeirra maður kom inn á. „Ég hefði viljað sjá hann koma mikið fyrr inn á. Mér fannst hann bíða alltof lengi á kantinum áður en hann komst inn. Ég verð að viðurkenna það. Ég fylgdist dálítið vel með honum,“ segir Sesselja Pétursdóttir, móðir Alfreðs. Fjölskylda Alfreðs dvelur í fjallabænum Annecy eins og strákarnir okkar. Alfreð kom hjólandi í miðbæinn í gær og hitti sitt fólk. En hvernig bróðir er markaskorarinn? Sesselja Pétursdóttir klæðir sig í blátt á leikdag, málar sig í fánalitunum og er líka komin með EM-klippingu. „Hann var mjög pirrandi mjög lengi. Hann hætti aldrei. Hélt alltaf áfram. Mjög staðráðinn í að ná mjög langt. Það var aldrei tap. Þegar við vorum að slást, ég var búin að vinna. þá hélt hann áfram. Þangað til ég sagði: Ok þú vannst mig. - mjög staðráðinn í að vera winner,“ segir Hildigunnur sem ætar á leikinn gegn Ungverjum en fer svo heim. Hinar þrjár verða áfram. „Við bókum okkur ekki heim fyrr en allt er búið,“ segir Sesselja um ferðaplön foreldranna. Alma bætir við að hann hafi róast með árunum. Hann hafi látið systur sína reyna að ná af sér boltanum þegar þau voru yngri með loforð um verðlaun. „En ég fékk aldrei verðlaunin,“ segir Alma. Ólíkt mörgum í landsliðinu áttu ekki margir von á því að Alfreð yrði atvinnumaður eða landsliðsmaður. „Nei, hann var lítill frameftir öllu þ.a. hann var aldrei í yngri landsliðunum. Það var ekki fyrr en um sextán ára aldurinn sem að tognaði úr honum. Þegar hann fór af stað þá sá maður alveg í hvað stefndi. Þótt ég hefði mátt vita það fyrr því hann gafst aldrei upp, aldrei,“ segir Sesselja. „Keppnisskapið er alveg svakalegt. Hann vill vera númer eitt.“ Alfreð á æfingu landsliðsins í Annecy í gær.Vísir/Vilhelm En hvaðan koma fótboltahæfileikarnir? „Allavega ekki frá okkur,“ segir Hildigunnur. „Afi var landsliðsmaður í handbolta og skíðum þannig að ég held að hann hafi fengið þetta frá pabba hennar mömmu. En mamma er ekki með mikla íþróttahæfileika,“ segir Hildigunnur hlæjandi og Sesselja tekur undir: „ Þetta fer í annan hvern legg.“ Aðspurðar segjast stelpurnar fyrst og fremst vera áhugamenn um Alfreð Finnbogason frekar en fótbolta. „Ég er persónulega bara Alfreðsáhugamaður, fylgist lítið með fótbolta og hef takmarkaðan áhuga,“ segir Margrét. Þær horfi á leikina með Alfreð en fylgjast ekki með stöðunni og úrslitum annars. „Þegar ég sá hann skora á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Mér fannst það vera algjör toppur. Þá hugsaði ég með mér, ef hann getur þetta þá getur hann allt. Ég vona að hann haldi áfram. Eins í þýsku deildinni, hann hefur staðið ótrólega vel á stuttum tíma. Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja. Hún er svo sannarlega stuðningsmaður númer eitt eins og hún sýndi okkur þegar hún sneri sér við. Hún var búin að raka töluna ellefu í hnakkann á sér en Alfreð spilar í treyju númer ellefu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira